Vill ekki erlendir bankar stofni útibú í Bretlandi

Frá Lundúnum.
Frá Lundúnum. Reuters

Breska fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur reynt að koma í veg fyr­ir að allt að 10 evr­ópsk­ir bank­ar stofni úti­bú í Lund­ún­um. Er ástæðan sú, að bank­arn­ir hafa ekki verið tald­ir nógu stöðugir. Þetta seg­ir breska blaðið Daily Tel­egraph að sé af­leiðing­in af þeirri reynslu, sem varð af ís­lensku bönk­un­um.

Regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins leyfa breska fjár­mála­eft­ir­lit­inu ekki að koma í veg fyr­ir að bank­ar á Evr­ópska efna­hags­svæðinu opni úti­bú á Bret­lands­eyj­um og stofn­un­in er því í erfiðri aðstöðu en hef­ur hins veg­ar fundið leiðir fram­hjá þess­um regl­um. 

Tel­egraph seg­ir, að vitað sé að fjár­mála­eft­ir­litið hafi komið í veg fyr­ir að lett­nesk­ur  banki opnaði úti­bú í Lund­ún­um. Efna­hag­ur Lett­lands sé afar veik­b­urða og landið hafi neyðst til að þiggja efna­hagsaðstoð frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og Svíþjóð.

Blaðið seg­ir, að bresk stjórn­völd hafi mikl­ar efa­semd­ir um regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins. Þannig hafi Turner lá­v­arður, stjórn­ar­formaður fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hvatt til þess að regl­ur um starf­semi banka yfir landa­mæri, verði hert­ar og fjár­mála­eft­ir­lit gesta­rík­is­ins fái aukið svig­rúm til að hafa eft­ir­lit með úti­bú­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK