JJB Sports í rannsókn

Breska stofn­un­in Ser­i­ous Org­aniesed Crime Agency, (Soca), sem venju­lega rann­sakra al­var­lega skipu­lagða glæp­a­starf­semi, svo sem fíkni­efna­smygl eða pen­ingaþvætti, er að rann­saka gerðir fyrr­um stjórn­enda bresku íþrótta­versl­un­ar­keðjunn­ar JJB Sports.

Í sept­em­ber var upp­lýst, að breska sam­keppnis­eft­ir­litið og efna­hags­brota­deild bresku lög­regl­unn­ar, Ser­i­ous Fraud Office, (SFO) væru að rann­saka hvort fyr­ir­tæk­in JJB og Sports Direct hefðu átt með sér ólög­legt verðsam­ráð.

Svo virðist sem rann­sókn bresku rann­sókn­ar­stofn­an­anna bein­ist einkum að því tíma­bili sem Chris Ronnie stýrði JJB eða frá miðju ári 2007 til mars á þessu ári. Ex­ista var, ásamt Ronnie, stærsti hlut­hafi fé­lags­ins með rúm 27%.  Kaupþing í Bretlandi gerði hins veg­ar veðkall í bréf­in og tók þau yfir um miðjan janú­ar.  Þetta kom í ljós í mars sl. og þá var Ronnie rek­inn frá JJB. 

Upp­lýst var um rann­sókn Soca í gær þegar JJB birti útboðslýs­ingu fyr­ir 100 millj­óna punda hluta­fjárút­boð. Þar kem­ur fram, að fyr­ir­tækið sé að aðstoða ýms­ar stofn­an­ir, þar á meðal Soca og SFO, við rann­sókn á störf­um til­tek­inna fyrr­um stjórn­enda.  

Þá kom fram, að verið sé að rann­saka færslu hluta­bréf­anna til skila­nefnd­ar Kaupþings, hugs­an­lega ranga kostnaðargreiðslu­reikn­inga, mis­notk­un á kred­it­kort­um fyr­ir­tæk­is­ins, hugs­an­leg­an þjófnað á eign­um JJB og upp­lýs­ing­ar fé­lags­ins til hluta­bréfa­markaða í tengsl­um við birt­ingu milliupp­gjörs í sept­em­ber 2008.  

Viðskipta­blaðið Fin­ancial Times seg­ir, að það hafi komið stærstu hlut­höf­um JJB í opna skjöldu, að Soca skuli vera að rann­saka mál þar.  Hins veg­ar muni þeir styðja hluta­fjárút­boðið áfram þar sem rann­sókn­in bein­ist að fyrr­um yf­ir­mönn­um fé­lags­ins en ekki að fé­lag­inu sjálfu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK