Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi

Mótmælt á Akureyri í fyrra
Mótmælt á Akureyri í fyrra mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ári eft­ir fall ís­lensku bank­anna þriggja eru flest­ir yf­ir­menn bank­anna þriggja flún­ir frá Íslandi, þreytt­ir á þeim árás­um sem þeir hafa orðið fyr­ir. Bæði í orðræðu sem og rauðu máln­ing­unni sem skvett hef­ur verið á heim­ili þeirra og bíla, að því er fram kem­ur í frétt AFP frétta­stof­unn­ar.

Í frétt­inni er farið yfir at­b­urðarás­ina í kjöl­far hruns­ins, mót­mæl­in ofl. Haft er eft­ir sér­stök­um sak­sókn­ara að 50-60 yf­ir­menn bank­anna hafi verið yf­ir­heyrðir en eng­inn enn ákærður. 

Seg­ir ástandið eins og tif­andi tímasprengja

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ist vera undr­andi á því að per­sónu­leg­ar eign­ir banka­mann­anna hafi ekki verið fryst­ar. Það hefði verið eðli­legt að gera. Spá­ir hún því að aft­ur verði byrjað að mót­mæla á laug­ar­dög­um í vet­ur líkt og síðasta vet­ur og seg­ir ástandið eins og tif­andi tímasprengja.

Seg­ir í frétt­inni að flest­ir þeirra banka­manna sem AFP hafi rætt við nú ári eft­ir hrunið hafi óskað eft­ir því að koma fram und­ir nafn­leynd og vildu helst ekki ræða áhrif hruns­ins á einka­líf þeirra. Þeir neituðu að ræða þær hót­an­ir sem hermt er að þeir hafi orðið fyr­ir og ótt­ast að nýir vinnu­veit­end­ur fái yfir sig reiðibréf ef upp kemst um hvar þeir (banka­menn­irn­ir fyrr­ver­andi) starfa í dag. Hins veg­ar eru þeir reiðubún­ir til þess að tjá sig um hvað olli hrun­inu.

Eru þeir sam­mála um að fjár­mála­kerfið hafi verið orðið of stórt á Íslandi og að Seðlabanki Íslands og rík­is­stjórn­in hafi haft tak­markaða mögu­leika á að bjarga þeim vegna stærðar þeirra miðað við lands­fram­leiðsluna hér.

Spurn­ing um hvað seðlabank­inn gat gert

Ármann Þor­valds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupt­hing Sin­ger & Friedland­er, seg­ir að þegar ríkið hafi þjóðnýtt Glitni þá var ástandið orðið von­laust. Það sé eitt­hvað sem hann sjái nú en gerði sér ekki grein fyr­ir á þeim tíma. Á þeim tíma gagn­rýndu banka­menn­irn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hafa ekki stutt bank­ana.

Sagði Ármann að nán­ast hvert ein­asta ríki hafi stutt banka­kerfi sitt fjár­hags­lega. Hins veg­ar væri óljóst með hvort Seðlabank­inn hafi getað stutt bank­ana fjár­hags­lega. „Þegar ég lít til baka. Þá set ég spurn­ing­ar­merki við hvort það hefði verið rétt­læt­an­legt að setja svo mikið fé inn í fjár­mála­kerfið," seg­ir Ármann í viðtali við AFP.

Viðskiptaráðherra vissi ekki um fyr­ir­hugaða yf­ir­töku

Und­ir þetta tek­ur Hall­dór J. Kristjáns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, sem nú starfar er­lend­is sem ráðgjafi. Hann seg­ir að ís­lensku bank­arn­ir hafi ekki getað lifað af jafn djúpa lausa­fjár­kreppu nema með stuðningi frá seðlabanka og stjórn­völd­um.

Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, seg­ir í sam­tali við AFP að ráðuneyti hans hafi ekki verið upp­lýst á sín­um tíma um fyr­ir­hugaða yf­ir­töku á Glitni og það hafi verið gjör­sam­lega óá­sætt­an­legt. Á Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri. að hafa sagt að ekki væri hægt að treysta Björg­vini fyr­ir slík­um upp­lýs­ing­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka