Magma með hlutafjárútboð

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy

Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy Corporation hefur efnt til lokaðs hlutafjárútboðs til að fjármagna kaup á 8,62% hlut í HS Orku. Útboðið hljóðar upp á 21,56 milljónir Kanadadala,  nærri 2,6 milljarða ísenskra króna. Ross Beaty, forstjóri Magma, kaupir fjórðung af nýja hlutafénu. 

Magma gerði einnig samning við Orkuveitu Reykjavíkur í ágúst um að kaupa 32% hlut þess félags í HS Orku. Gert er ráð fyrir að gengið verði endanlega frá þeim kaupum í nóvember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK