Saxhóll gjaldþrota

Eigendur einkahlutafélagsins Heiðarsólar ehf., sem áður hét Saxhóll ehf., óskuðu í dag eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Megin ábyrgðir og skuldir eru við Nýja Landsbankann  og er ósk eigenda félagsins um gjaldþrotaskiptin gerð í fullu samráði við bankann og stærstu kröfuhafa.

Saxhóll var fjárfestingarfélag Nóatúnsfjölskyldunnar en seldi Nóatúnsverslanirnar og Kaupás árið 2000. Saxhóll átti um tíma hlut í Flugleiðum og Glitni en stærsta eignin nú var 7,5% hlutur í Byr sparisjóði. Nafni félagsins var breytt nýlega í Heiðarsól.

Í tilkynningu frá Heiðarsól segir að helstu eignir félagsins séu fólgnar í skuldabréfum, hlutabréfum og fasteignum, en auk þess hafi handbært fé félagsins um áramót verið umtalsvert eða á fjórða milljarð króna. Eignir félagsins voru umtalsverðar fyrir tíma nýliðinnar eignabólu en eftir bankahrun var eigið fé félagsins enn jákvætt og vonir stóðu til þess að hægt yrði bjarga rekstri þess.

Félagið segir, að í ljósi ábyrgða, sem hafi fallið á félagið, og afar neikvæðrar rekstrarskilyrða, sem felist ekki síst í háum vöxtum og þröngri rekstrarstöðu fyrirtækja ásamt hríðfallandi virði verðbréfa, sé því miður ekki hjá því komist að eigendur félagsins axli ábyrgð og óski eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu.

Engar skuldir eru í Heiðarsól ehf. aðrar en við viðskiptabankann. Er nú í höndum skiptastjóra að ráðstafa eignum félagsins í þágu kröfuhafa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK