Síðustu þrjá mánuði hafa seðlabankar heimsins frekar aukið gjaldeyrisforða sinn með því að kaupa evrur og japönsk jen í staðinn fyrir bandaríkjadali. Er þessi þróun til þess fallin að auka enn frekar áhyggjur Bandaríkjamanna af stöðu myntar þeirra í heiminum.
Á þessu þriggja mánaða tímabili breyttu seðlabankar um 63% af nýju lausafé í evrur og jen, en aðeins um 37% í dollara. Er hlutfall dollarans í gjaldeyrisforða seðlabanka heimsins um 62% nú og hefur aldrei verið lægra, að því er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir.