Hagnaður bandaríska tæknifyrirtækisins Apple Corp. nam 1,67 milljörðum dala á þriðja ársfjórðungi og jókst um 47% frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið seldi alls 7,4 milljónir stykkja af símanum iPhone á tímabilinu, hálfri milljón meira en í fyrra, og 3,1 stykki af Macintosh tölvum, 19% meira en á sama tímabili í fyrra.
Tekjur Apple námu 9,87 milljörðum dala en í fyrra nam veltan 7,9 milljörðum dala.
Apple hefur staðið fjármálakreppuna betur af sér en aðrir bandarískir tölvuframleiðendur.