DSB gjaldþrota

Hollenski seðlabankastjórinn Nout Wellink og fjámálráðherrann Wouter Bos.
Hollenski seðlabankastjórinn Nout Wellink og fjámálráðherrann Wouter Bos. UNITED PHOTOS

Hol­lenski bank­inn DSB var í morg­un úr­sk­urðaður gjaldþrota. Hann var í síðustu viku sett­ur und­ir stjórn seðlabanka Hol­lands til þess að koma í veg fyr­ir áhlaup á bank­ann. Þá var gef­inn frest­ur til að finna nýj­an eig­anda að bank­an­um. Sá frest­ur rann út í dag og reynd­ust til­raun­ir bank­ans ár­ang­urs­laus­ar.

Fyr­ir helgi var haft eft­ir seðlabanka­stjóra Hol­lands, Nout Well­ink, að á und­an­förn­um vik­um hafi spari­fjár­eig­end­ur hjá DSB tekið út um 600 millj­ón­ir evra, 111 millj­arða króna. Það hafi skapað hættu á falli DSB. Þeir sem áttu inni­stæður í bank­an­um fá greitt sam­kvæmt lög­um um inni­stæðutrygg­ing­ar, að há­marki 100 þúsund evr­ur.

ATH - tala leiðrétt um end­ur­greiðslu er 100 þúsund evr­ur ekki 10 þúsund evru líkt og fram kom í frétt­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK