Hagar hf. hafa lokið endurfjármögnun félagsins í samstarfi við Nýja Landsbankann (NBI) og Nýja Kaupþing banka. Hagar hafa nú greitt að fullu skuldabréfaflokk félagsins, sem var á gjalddaga 19. október 2009, upphaflega að fjárhæð 7 milljarðar króna.
Hagar eru eina fyrirtækið sem hefur greitt upp að fullu skuldabréfaflokk, sem skráður var í Kauphöll Íslands, eftir hrun íslenska bankakerfisins síðastliðið haust, að því er segir í tilkynningu frá Högum.
Ekki er um að ræða endurfjármögnun móðurfélags Haga, 1998 ehf., en það félag skuldar Nýja Kaupþingi um þrjátíu milljarða króna vegna kaupa á Högum frá Baugi Group í júlí 2008. 1998 ehf. á 95,7 prósent hlut í Högum en félagið er dótturfélag Gaums sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins þann 9. október sl.
Þar kom fram að Hagar, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss, 10-11 o.fl. verslana, hafi undirritað drög
að samkomulagi við bankana tvo um endurfjármögnun
félagsins með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda
bankanna.