Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Sun Microsystems tilkynnti í kvöld að fækkað yrði um 3000 störf hjá fyrirtækinu á næstu 12 mánuðum. Er ástæðan sögð sú, að fyrirhuguð yfirtaka á hugbúnaðarfyrirtækinu Oracle hefur tafist.
Hluthafar Sun samþykktu í júlí að yfirtaka Oracle fyrir 7,4 milljarða dala. Bandaríska dómsmálaráðuneytið samþykkti yfirtökuna í ágúst en evrópsk samkeppnisyfirvöld eru enn að skoða málið.