Rio Tinto Alcan segir 350 manns upp í Frakklandi

Álver Rio Tinto Alcan í Dunkerque í Frakklandi.
Álver Rio Tinto Alcan í Dunkerque í Frakklandi.

Álrisinn Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að segja upp 350 manns í sjö starfsstöðvum sínum í Frakklandi. Tilgangurinn er að lækka tilkostnað og hagræðing í þágu aukinnar samkeppnisfærni.

Að sögn félagsins verður þess freistað að ná fram fækkuninni með því að fá starfsmenn til að hætta sjálfviljugir eða fara á eftirlaun.

Einn af helstu stjórnendum frumframleiðslu Rio Tinto Alcan í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, Jean-Philippe Puig, segir að bæði frumframleiðslustarfsemi og sérvinnsla fyrirtækisins í Frakklandi sé rekin með tapi. Ástæðan sé verðlækkun og minni eftirspurn eftir álvöru. Til skamms tíma sé hagfelldara umhverfi ekki fyrirsjáanlegt vegna mikilla álbirgða.

Rio Tinto Alcan er stærsti álframleiðandi heims.
Ál hefur safnast upp í birgðageymslum.
Ál hefur safnast upp í birgðageymslum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK