Telja ólíklegt að ríkissjóður lendi í greiðslufalli

mbl.is/G.Rúnar

Greining Íslandsbanka telur litlar líkur á því að ríkissjóður Íslands lendi í greiðslufalli. Þetta kemur fram í Morgunkorni deildarinnar.

„Líkur á því að ríkissjóður lendi í greiðslufalli eru afar háðar því hvernig endurgreiðsluferill skuldbindinga sjóðsins er og hvert aðgengi sjóðsins er að fjármagni á hverjum tíma. Ríkissjóður hefur gott aðgengi að fjármagni í krónum til að mæta afborgunum sinna lána í krónum. Litlar áhyggjur þarf að hafa af því.

Erfiðara er með aðgengi að erlendu fjármagni um þessar mundir en segja má að erlendir lánamarkaðir séu sjóðnum nær lokaður. Því skiptir mestu máli þegar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs eru metnar hver endurgreiðsluferill erlendra lána sjóðsins er og hvaða aðgengi að erlendu fjármagni hann hefur á móti," að því er fram kemur í Morgunkorni.

Ríkið þarf nær ekkert að greiða af erlendum lánum fyrr en á árinu 2011 en þá fellur í gjalddaga 1 milljarðs evra skuldabréf sem ríkissjóður gaf út árið 2006 til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Í gjaldeyrisforða Seðlabankans um síðustu mánaðamót voru 434 ma.kr. en forðinn er í erlendri mynt og samsvarar um 2,36 milljörðum evra. Í forðanum er ofangreint lán og fjármagnið því aðgengilegt ríkissjóði þegar að gjalddaga kemur ef Seðlabankinn nýtir það ekki í millitíðinni til inngripa á gjaldeyrismarkaði. Í forðanum er raunar til fyrir öllum núverandi erlendum skuldum ríkissjóðs, en þær skuldir að frátöldum ábyrgðum vegna Icesave voru 320 ma.kr. um síðustu mánaðamót, samkvæmt Morgunkorni.

„Fyrirhuguðum lántökum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hinum Norðurlöndunum og Póllandi er ætlað að styrkja gjaldeyrisforðann. Að því gefnu að þeim forða verði ekki eytt í inngrip á gjaldeyrismarkaði verður til innistæða fyrir afborgun þeirra þegar að gjalddaga kemur.

Auk fjármögnunar á erlendum greiðslum ríkissjóðs gæti þó þurft að grípa til hluta forðans í því skyna að fjármagna greiðslur Landsvirkjunar, en fyrirtækið hefur þá sérstöðu að vera það fyrirtæki með ríkisábyrgð á skuldum sínum sem er með langhæstu erlendu skuldbindingarnar. Fyrirtækið áætlar samkvæmt  síðustu ársskýrslu sinni að í heild þurfi að greiða jafnvirði u.þ.b. 25 ma.kr. í afborganir lána á næsta ári, auk vaxta, og að árið 2011 verði afborganirnar jafnvirði 35 ma.kr. Hefur Landsvirkjun aðgang að lánalínu hjá Seðlabanka upp að 300 m. Bandaríkjadollara, jafnvirði 37 ma.kr., næstu tvö árin ef þörf krefur til þess að mæta ofangreindum greiðslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK