Norsk ofurlaun hjá íslensku bönkunum

Frá miðborg Ósló.
Frá miðborg Ósló.

Íslensku bankarnir eyddu fúlgum fjár í að fá þekktustu og færustu bankamenn Noregs til liðs við sig í útibúum sínum þar í landi.

Í umfjöllun norska viðskiptaritsins Finansavisen í dag er greint frá því að heildarkostnaður íslensku bankanna við að taka yfir norsk fjármálafyrirtæki hafi numið 13 milljörðum norskra króna, eða sem nemur tæplega 285 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Íslensku bankarnir létu ekki þar staðar numið, heldur lögðu kapp á að fá bestu bankamenn Noregs til liðs við sig, að því er kemur fram í umfjöllun Finansavisen. Frétt blaðsins er skrifuð undir fyrirsögninni „Norðmenn rændu Íslendinga", en þar er vísað til þeirra himinháu launa sem norskir bankasérfræðingar þáðu meðan þeir voru á mála hjá íslenskum bönkum. Álagning norska skattsins vegna launa síðasta árs var birt opinberlega í gær.

Glitnir og Kaupþing greiddu hærri laun í Noregi en Landsbanki, enda starfssemi þeirra umfangsmeiri í Noregi en Landsbanka. Sem dæmi má nefna að Morten Bjørnsen, framkvæmdastjóri hjá Glitni var með 8,6 milljónir norskra króna í laun á árinu 2008, sama ár og íslenska bankakerfið hrundi. Á gengi dagsins í dag nemur það um 188 milljónum króna.

Yfirmaður markaðsviðskipta hjá Kaupþingi í Noregi, Didrik Kjelddahl, þénaði sem nam 9,6 milljónum norskra króna á síðasta ári. Sá allra launahæsti var þó forstjóri Glitnis í Noregi, Sveinung Hartvedt. Á árinu 2008 þénaði hann 31,2 milljónir norska króna fyrir sín störf, eða rúmlega 683 milljónir króna á gengi dagsins í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK