Atvinnuleysi mælist 17,93% á Spáni

Atvinnuleysi mælist hvergi jafn mikið í ríkjum ESB og á …
Atvinnuleysi mælist hvergi jafn mikið í ríkjum ESB og á Spáni Reuters

Litlar breytingar urðu á milli annars og þriðja ársfjórðungs hvað varðar fjölda atvinnulausra á Spáni. Á þriðja ársfjórðungi mældist atvinnuleysi þar 17,93% en var 17,92% á öðrum ársfjórðungi. Fyrstu þrjá mánuði ársins var það hins vegar 17,36%.

Alls voru 4,123 milljónir manna skráðir á atvinnuleysisskrá á Spáni í lok september. Er það fjölgun um 1,524 milljónir frá sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Spánar.

Spá stjórnvalda er ekki bjartsýn varðandi atvinnuleysi í landinu en samkvæmt henni verður atvinnuleysi 17,9% í árslok og fer í 18,9% á því næsta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK