Engin inngrip og gengi krónunnar lækkar

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,2% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan í 233,90 stigum. Seðlabankinn hefur ekki verið með inngrip inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag en undanfarna þrjá daga, en þá daga hækkaði gengi krónunnar, var bankinn með talsverð inngrip inn á markaðinn. Samkvæmt upplýsingum mbl.is átti Seðlabankinn viðskipti með gjaldeyri í eitt skipti í gær en í tvígang á þriðjudag og miðvikudag.Um talsverðar fjárhæðir er að ræða miðað við hve grunnur millibankamarkaðurinn er um þessar mundir.

Gengi Bandaríkjadals er nú 122,05 krónur, evran er 183,50 krónur, pundið er 199,90 krónur og danska krónan er 24,653 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK