Fyrir bankahrunið buðust stjórnendum bankanna kaup og kjör sem voru úr takti við það sem almenningi bauðst. Bjarni Ármannsson, fv. forstjóri Glitnis, var þar ekki undanskilinn.
Lán Glitnis banka til Landsýnar, eignarhaldsfélags Bjarna Ármannssonar þáverandi forstjóra Glitnis, námu alls 1,75 milljörðum króna á árinu 2006. Þetta kemur fram í lánasamningum Bjarna og Glitnis sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Lánin voru án persónulegrar ábyrgðar Bjarna og tilgangurinn með láninu var kaup á hlutabréfum í bankanum og voru þau veitt með veði í bréfunum sjálfum. Áhætta Bjarna af þessum viðskiptum var því engin.
Nánar segir frá þessu máli í Morgunblaðinu í dag.