Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, velti upp þeirri tillögu í gær á fundi Viðskiptaráðs, að lífeyrissjóðirnir legðu ríkissjóði til fé, til að hjálpa til við að greiða niður höfuðstól Icesave-skuldarinnar við Breta og Hollendinga.
Ráðherrann nefndi að lífeyrissjóðir gætu lánað ríkissjóði fé til að lækka höfuðstól skuldarinnar strax, í þeim tilgangi að lækka vaxtakostnað og „halda vöxtunum innanlands“. Lífeyrissjóðir gætu um leið fengið ávöxtun á sitt fé.
Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög ólíklegt væri lífeyrissjóðir réðust í sölu erlendra eigna til að gera ríkissjóði kleift að lækka höfuðstól Icesave-skuldarinnar.