Hver að verða síðastur að leita réttar síns

Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason voru bankastjórar Landsbankans …
Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason voru bankastjórar Landsbankans þegar hann fór í þrot fyrir rúmu ári síðan mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það fer hver að verða síðastur til þess að hafa samband við Tryggingasjóð breskra innistæðueigenda til að gera kröfu um að fá innistæður sínar til baka af netreikningum Landsbankans í Bretlandi, Icesave.  

Frestur til þess rennur út þann 30. október og samkvæmt frétt blaðsins Scotland on Sunday hafa 1.500 innistæðueigendur ekki leitað réttar síns. Flestir þeirra eiga mjög litlar fjárhæðir inni á reikningum Icesave, eða minna en 20 pund hver.  

Tæplega 400 þúsund manns töpuðu innistæðum sínum á Icesave við fall Landsbankans fyrir ári síðan, samkvæmt fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK