Það fer hver að verða síðastur til þess að hafa samband við Tryggingasjóð breskra innistæðueigenda til að gera kröfu um að fá innistæður sínar til baka af netreikningum Landsbankans í Bretlandi, Icesave.
Frestur til þess rennur út þann 30. október og samkvæmt frétt blaðsins Scotland on Sunday hafa 1.500 innistæðueigendur ekki leitað réttar síns. Flestir þeirra eiga mjög litlar fjárhæðir inni á reikningum Icesave, eða minna en 20 pund hver.
Tæplega 400 þúsund manns töpuðu innistæðum sínum á Icesave við fall Landsbankans fyrir ári síðan, samkvæmt fréttinni.