Verstu bankamenn heims

Stjórn­end­ur föllnu ís­lensku bank­anna hljóta að vera verstu banka­menn í heimi. Þetta seg­ir Gylfi Magnús­son, viðskiptaráðherra, við breska blaðið Sunday Times.

„Þeim tókst að taka banka­kerfi og láta það fyrst vaxa tí­fallt og síðan hrynja - á sex árum. Þetta er ótrú­legt af­rek á sinn hátt. Aðrir banka­menn um all­an heim sæta gagn­rýni en ég held að eng­inn kom­ist ná­lægt þess­um mönn­um," hef­ur blaðið eft­ir Gylfa. 

Þá hef­ur Sunday Times eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra, að Íslend­ing­ar velti því mikið fyr­ir sér hvers vegna eng­inn hafi enn verið ákærður vegna mála tengdu banka­hrun­inu. Hins veg­ar séu nokkr­ir úr röðum banka­mann­anna grunaðir um glæp­sam­legt at­hæfi.

Ármann Þor­valds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sin­ger & Friedland­er, dótt­ur­fé­lags Kaupþings, seg­ir við blaðið, að marg­ir haldi að sér­stak­ur sak­sókn­ari sé að rann­saka hvort lög hafi verið brot­in í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Flest þau mál, sem hann þekki til, virðist þó frek­ar fjalla um hvort lög hafi verið brot­in þegar reynt var að koma í veg fyr­ir að ís­lenska banka­kerfið hrundi. Ekk­ert þeirra mála snú­ist um hina raun­veru­legu ástæður hruns­ins.

Grein Sunday Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK