Samstarfsmaður Madoffs fannst látinn

Bandaríski kaupsýslumaðurinn Jeffry Picower, sem var ásakaður um að hafa grætt milljarða dala á fjársvikamyllu vinar síns Bernards Madoffs, fannst látinn í sundlaug við heimili sitt á Palm Beach á Flórída í gær. 

Eiginkona Picowers fann eiginmann sinn á botni sundlaugarinnar. Hann var fluttur á sjúkrahús en úrskurðaður látinn. Hann varð 67 ára.

Dómsskipaður fjárhaldsmaður þrotabús Madoffs stefndi Picower og krafðist þess að hann endurgreiddi hluta af 6,7 milljörðum dala, sem hann og viðskiptafélagar hans höfðu fengið greiddan sem arð frá fyrirtæki Madoffs. Segir í málsskjölum, að rannsókn hafi leitt í ljós að minnsta kosti 5 milljarðar af arðinum hefði verið gervihagnaður.   

Picower, sem var fyrrum lögmaður og endurskoðandi, var sakaður um að hafa vitað að arðgreiðslurnar voru óeðlilega háar og að ekki hefði verið allt með felldu.

Madoff, sem er 71 árs, afplánar nú 150 ára fangelsi fyrir fjársvik, sem talin eru nema tæpum 65 milljörðum dala. Fórnarlömbin voru þúsundir einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.  

Picower og kona hans stofnuðu Picowerstofnunina, góðgerðastofnun sem hefur starfað í 20 ár og gefið milljóna dala til góðgerðarmála.

Bernard Madoff í fylgd lögreglumanna.
Bernard Madoff í fylgd lögreglumanna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK