Þriðjungur útlána til fyrirtækja er kúlulán

Seðlabankinn segir, að þriðjungur útlána til fyrirtækja sé kúlulán með einum gjalddaga þar sem annaðhvort eru greiddir vextir á lánstímanum eða þeir greiddir í lokin.  Vanskil vegna  slíkra útlána koma því jafnan ekki fram fyrr en að lánstíma loknum.

Fram kemur í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, að mörg slík lán séu á gjalddaga á næstu mánuðum og að því gefnu að miklar breytingar verði ekki á efnahagsumhverfinu gætu þær upplýsingar, sem fyrir eru um vanskil, vanmetið erfiðleika fyrirtækja. 

Á næstu tólf mánuðum eru rúmlega 750 milljarða króna  gengisbundinna lána á gjalddaga. Samkvæmt gjaldeyrisreglum er ekki heimilt að veita erlend lán en heimilt er að framlengja lán sem veitt voru fyrir setningu þeirra. Framlenging er þó eingöngu leyfileg ef aðeins er um að ræða lengingu lána en ekki aðrar skilmálabreytingar.

Tæplega fjórðungur fyrirtækja er með lán í vanskilum hjá þeim lánastofnunum sem úrtakið nær yfir. Þar af eru 80% eftirstöðva í alvarlegum vanskilum.

Skýrsla um fjármálastöðugleika

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka