Þriðjungur útlána til fyrirtækja er kúlulán

Seðlabank­inn seg­ir, að þriðjung­ur út­lána til fyr­ir­tækja sé kúlu­lán með ein­um gjald­daga þar sem annaðhvort eru greidd­ir vext­ir á láns­tím­an­um eða þeir greidd­ir í lok­in.  Van­skil vegna  slíkra út­lána koma því jafn­an ekki fram fyrr en að láns­tíma lokn­um.

Fram kem­ur í skýrslu Seðlabank­ans um fjár­mála­stöðug­leika, að mörg slík lán séu á gjald­daga á næstu mánuðum og að því gefnu að mikl­ar breyt­ing­ar verði ekki á efna­hags­um­hverf­inu gætu þær upp­lýs­ing­ar, sem fyr­ir eru um van­skil, van­metið erfiðleika fyr­ir­tækja. 

Á næstu tólf mánuðum eru rúm­lega 750 millj­arða króna  geng­is­bund­inna lána á gjald­daga. Sam­kvæmt gjald­eyr­is­regl­um er ekki heim­ilt að veita er­lend lán en heim­ilt er að fram­lengja lán sem veitt voru fyr­ir setn­ingu þeirra. Fram­leng­ing er þó ein­göngu leyfi­leg ef aðeins er um að ræða leng­ingu lána en ekki aðrar skil­mála­breyt­ing­ar.

Tæp­lega fjórðung­ur fyr­ir­tækja er með lán í van­skil­um hjá þeim lána­stofn­un­um sem úr­takið nær yfir. Þar af eru 80% eft­ir­stöðva í al­var­leg­um van­skil­um.

Skýrsla um fjár­mála­stöðug­leika

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka