Tímabært að hefja afnám hafta

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir í formála að nýrri skýrslu bankans um fjármálastöðugleika að tímabært sé að hefja afnám gjaldeyrishafta nú þegar fyrsta endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjkóðsins virðist í höfn.

Már segir ennfremur að eftir því sem endurreisn efnahags- og fjármálalífsins vindi fram og aðstæður batni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum megi binda vonir við að aðgangur íslenska hagkerfisins að lánamörkuðum opnist á ný.

Már telur að þegar þær aðstæður skapist verði brýnt að svara spurningum um í hversu miklum mæli íslenskum bönkum verði leyft að stunda alþjóðlega bankastarfsemi. Fjármálakreppan hafi meðal annars sýnt fram á togstreituna á milli alþjóðlegrar fjármálastarfsemi og þjóðbundins eftirlits og öryggisnets. Sú togstreita hafi verið sérstaklega skýr á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem langt hafi verið gengið í að afnema hömlur á starfsemi fjármálafyrirtækja þvert yfir landamæri. Már bendir á í formála sínum að skýrslunni að alþjóðlegt regluverk feli í sér lágmarkskröfur og því kunni að þurfa að laga það aðstæðum í hverju landi þannig að tekið sé fullt tillit til staðbundinnar áhættu. Þetta kann að þýða í einhverjum tilfellum að gerðar veiri meiri kröfur um eigið fé og laust fé fjármálafyrirtækja eða að gripið verði til annarra sértækra aðgerða.

Már segir jafnframt að meðan enn er óljóst hvaða úrbætur verði gerðar á alþjóðlegu regluverki fjármálafyrirtækja kunni það að vera skynsamlegt fyrir Íslendinga að fara varlega og tileinka sér strangari reglur um fjármálastarfsemi en lágmarksreglur segja til um.   

Fjármálastöðugleiki

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK