Best tókst að takmarka flúorlosun í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.

Alcan á Íslandi seg­ir, að staðfest hafi verið af Alþjóðasam­tök­um álfram­leiðenda (IAI) að ÍSAL hafi náð best­um ár­angri allra ál­vera heims við að lág­marka los­un flúor­kol­efna árið 2008.
 
Flúor­kol­efni eru sterk­ar gróður­húsaloft­teg­und­ir og stór hluti af heild­ar­los­un margra ál­vera. Los­un ÍSAL á liðnu ári, mæld í CO2-ígild­um, nam   23 kíló­um á hvert fram­leitt tonn af áli en meðalál­ver los­ar um 700 kg. 

Í til­kynn­ingu frá Alcan á Íslandi seg­ir, að frá ár­inu 1990 hafi ÍSAL minnkað los­un CO2-ígilda á hvert fram­leitt tonn af áli um 75%. Sá ár­ang­ur skýrist fyrst og fremst af sam­drætti í los­un flúor­kol­efna.
 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK