Alcan á Íslandi segir, að staðfest hafi verið af Alþjóðasamtökum álframleiðenda (IAI) að ÍSAL hafi náð bestum árangri allra álvera heims við að lágmarka losun flúorkolefna árið 2008.
Flúorkolefni eru sterkar gróðurhúsalofttegundir og stór hluti af heildarlosun margra álvera. Losun ÍSAL á liðnu ári, mæld í CO2-ígildum, nam 23 kílóum á hvert framleitt tonn af áli en meðalálver losar um 700 kg.
Í tilkynningu frá Alcan á Íslandi segir, að frá árinu 1990 hafi ÍSAL minnkað losun CO2-ígilda á hvert framleitt tonn af áli um 75%. Sá árangur skýrist fyrst og fremst af samdrætti í losun flúorkolefna.