CCP flytur bankaviðskipti til MP banka

CCP framleiðir og stýrir tölvuleiknum Eve Online.
CCP framleiðir og stýrir tölvuleiknum Eve Online.

CCP hf., sem framleiðir tölvuleikinn Eve Online, og MP Banki hafa undirritað samninga um endurfjármögnun CCP og flutning allra bankaviðskipta félagsins á Íslandi til MP Banka.

Í kjölfar samningsins hefur CCP greitt upp víxla félagsins sem skráðir voru í Kauphöll Íslands og voru á gjalddaga þann 28. október. Önnur eldri og óhagstæðari lán hafa einnig verið greidd upp og í stað þeirra og víxlanna kemur ný lánsfjármögnun til tveggja ára.

Í tilkynningu er haft eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni CCP, að félagið nái með þessu hagstæðri áframhaldandi lánsfjármögnun í íslenskri krónu með miklum sveigjanleika, sem hentar  rekstri CCP. 

Fram kemur í tilkynningunni að CCP er með skrifstofur í Bandaríkjunum, Kína og Bretlandi ásamt höfuðstöðvum á Íslandi. Bankaþjónustan sé því alþjóðleg og í fjölmörgum myntum en tekjur CCP séu nær eingöngu í bandaríkjadölum og evrum. Rekstur félagsins skilaði 6,4 milljóna dala hagnaði, um 800 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við rétt rúmar tvær milljónir dala á sama tíma í fyrra. Tekjur af EVE-Online tölvuleiknum námu 25,4 milljónum dala, um 3,18 milljörðum króna, fyrri helming þessa árs en það er rúmlega fjögurra milljóna dala aukning frá í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK