CCP flytur bankaviðskipti til MP banka

CCP framleiðir og stýrir tölvuleiknum Eve Online.
CCP framleiðir og stýrir tölvuleiknum Eve Online.

CCP hf., sem fram­leiðir tölvu­leik­inn Eve On­line, og MP Banki hafa und­ir­ritað samn­inga um end­ur­fjármögn­un CCP og flutn­ing allra bankaviðskipta fé­lags­ins á Íslandi til MP Banka.

Í kjöl­far samn­ings­ins hef­ur CCP greitt upp víxla fé­lags­ins sem skráðir voru í Kaup­höll Íslands og voru á gjald­daga þann 28. októ­ber. Önnur eldri og óhag­stæðari lán hafa einnig verið greidd upp og í stað þeirra og víxl­anna kem­ur ný láns­fjár­mögn­un til tveggja ára.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Vil­hjálmi Þor­steins­syni, stjórn­ar­for­manni CCP, að fé­lagið nái með þessu hag­stæðri áfram­hald­andi láns­fjár­mögn­un í ís­lenskri krónu með mikl­um sveigj­an­leika, sem hent­ar  rekstri CCP. 

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að CCP er með skrif­stof­ur í Banda­ríkj­un­um, Kína og Bretlandi ásamt höfuðstöðvum á Íslandi. Bankaþjón­ust­an sé því alþjóðleg og í fjöl­mörg­um mynt­um en tekj­ur CCP séu nær ein­göngu í banda­ríkja­döl­um og evr­um. Rekst­ur fé­lags­ins skilaði 6,4 millj­óna dala hagnaði, um 800 millj­ón­um króna, á fyrstu sex mánuðum árs­ins, sam­an­borið við rétt rúm­ar tvær millj­ón­ir dala á sama tíma í fyrra. Tekj­ur af EVE-On­line tölvu­leikn­um námu 25,4 millj­ón­um dala, um 3,18 millj­örðum króna, fyrri helm­ing þessa árs en það er rúm­lega fjög­urra millj­óna dala aukn­ing frá í fyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka