Bati í augsýn um mitt ár 2010

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segist sjá fyrir sér að Ísland komist fyrir vind í efnahagsmálunum um mitt næsta ár. Þótt erlendar skuldir landsins séu meiri en áætlað var þegar samningur sjóðsins og Íslands var gerður í nóvember á síðasta ári sé brugðist við því í endurskoðaðri áætlun. 

Murilo Portugal, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stýrði fundi framkvæmdastjórnar um endurskoðaða efnahagsáætlun í gær. Haft er eftir honum á vef sjóðsins, að meginmarkmið peningamálastjórnunar á Íslandi verði að viðhalda stöðugleika gengis krónunnar. Þá ætti endurreisn fjármálakerfisins að auka traust  og opna fyrir varkára lækkun vaxta. 

Nauðsynlegt sé að viðhalda gjaldeyrishöftum um sinn en þau ætti að afnema í áföngum í samræmi við áætlun stjórnvalda þegar trú á efnahagskerfið eykst og greiðslujöfnuður leyfir.  

Þá segir Portúgal, að það hafi reynst flókið verk að endurskipuleggja fjármálakerfið en mikilvægum áföngum hafi verið náð með endurfjármögnun Nýja Kaupþings og Íslandsbanka. Nú sé mikilvægt að ljúka viðræðum um Landsbankann. Tryggja verði jafnræði milli kröfuhafa en jafnframt sé mikilvægt, að íslenska ríkið yfirtaki ekki meiri skuldir frá einkaaðilum. 

Vefur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka