Ólíklegt að lánshæfiseinkunn lækki

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Grein­ing Íslands­banka seg­ir að ým­is­legt það hafi gerst að und­an­fön­ru, sem dreg­ur veru­lega úr óvissu um ýmis mik­il­væg mál­efni sem  alþjóðleg mats­fyr­ir­tæki leggja áherslu á í láns­hæf­is­mats­ferl­inu varðandi rík­is­sjóð Íslands.

Í Morgun­korni Íslands­banka seg­ir, að því megi ætla að þau fari að láta í sér heyra um stöðu rík­is­sjóðs og þar með láns­hæfi­ein­kunn hans. Ætla megi að tónn­inn hjá þeim verði frek­ar já­kvæðari en áður og ólík­legt sé að mats­fyr­ir­tæk­in lækki láns­hæfis­ein­kunn­ir rík­is­sjóðs frek­ar.

Fyr­ir lang­tíma­skuld­bind­ing­ar í er­lendri mynt eru ein­kunn­ir rík­is­sjóðs hæst­ar í bók­um Moo­dy´s, þ.e. Baa1, sem er tveim­ur þrep­um ofar en ein­kunn­ir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK