Ólíklegt að lánshæfiseinkunn lækki

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Greining Íslandsbanka segir að ýmislegt það hafi gerst að undanfönru, sem dregur verulega úr óvissu um ýmis mikilvæg málefni sem  alþjóðleg matsfyrirtæki leggja áherslu á í lánshæfismatsferlinu varðandi ríkissjóð Íslands.

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir, að því megi ætla að þau fari að láta í sér heyra um stöðu ríkissjóðs og þar með lánshæfieinkunn hans. Ætla megi að tónninn hjá þeim verði frekar jákvæðari en áður og ólíklegt sé að matsfyrirtækin lækki lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs frekar.

Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK