Fram kemur í greinargerð íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að sjóðurinn hafi gert öryggisúttekt á Seðlabanka Íslands. Þar hafi komið fram að bókhaldi og skýrslugerð sé í engu ábótavant, en lagt var til að breytingar yrðu gerðar á fyrirkomulagi ytri endurskoðunar.
Samkvæmt því mun Ríkisendurskoðun eigi síðar en í lok júlí ráða alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki til að annast, í sínu umboði, árlega ytri endurskoðun Seðlabankans í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.