Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins og fyrr­ver­andi Seðlabanka­stjóri, var nefnd­ur oft­ast þegar spurt var um það í könn­un, sem MMR gerði fyr­ir Viðskipta­blaðið hver ætti að leiða Íslend­inga út úr efna­hagskrepp­unni.

Næst­flest­ir nefndu Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra og í þriðja sæti  kom Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

Í könn­un­inni voru nefnd nöfn sjö manna: Davíðs, Stein­gríms, Jó­hönnu, Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks, Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks, Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ og Vil­hjálms Eg­ils­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Spurt var hverj­um þess­ara ein­stak­linga þátt­tak­end­ur myndu treysta best til að leiða Íslend­inga út úr efna­hagskrepp­unni. Af þeim sem tóku þátt feng­ust svör frá 630 manns sem jafn­gild­ir 65,1% svar­hlut­falli.

24% sögðust treysta Davíð best, 23,2% Stein­grími, 20,6% Jó­hönnu, 11,5% Bjarna, 4,6% Sig­mundi, 3,7% Gylfa og 2,4% Vil­hjálmi.

Könn­un MMR var unn­in fyr­ir Viðskipta­blaðið og gerð í gegn­um netið, dag­ana 13. til 16. októ­ber. 968 ein­stak­ling­ar svöruðu en þeir voru vald­ir úr hópi tæp­lega tólf þúsund álits­gjafa MMR, á aldr­in­um 18 til 67 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK