Hagnaður hjá Toshiba og Panasonic

6.1 billion yen ($67 million) profit for the July-September fiscal second quarter, down 90 percent from the previous year.Tveir þekktir japanskir raftækjaframleiðendur, Panasonic og Toshiba, tilkynntu í morgun að hagnaður hefði verið á rekstrinum á þriðja ársfjórðungi. Mikið tap var hins vegar á rekstri raftækjaframleiðandans Sony.

Hagnaður Panasonic, sem er með höfuðstöðvar í Ósaka, nam 6,1 milljarði jena, jafnvirði 8,4 milljarða króna. Segir fyrirtækið, að vaxandi eftirspurn eftir heimilistækjum valdi þessu. Hins vegar drógust tekjur fyrirtækisins saman um 20% milli ára og námu 1,7 billjónum jena. 

Hagnaður Toshiba nam 100 milljónum jena, 138 milljónum króna, aðallega vegna sparnaðaraðgerða og aukinnar sölu á minnislyklum. Á sama tímabili í fyrra var 26,9 milljarða jena tap á rekstrinum. Sölutekjur drógust saman um 13,9% og námu 1,6 billjónum jena.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK