Lengri frestur vegna Kaupþings

Fjár­málaráðuneytið og skila­nefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skila­nefnd­ar­inn­ar til að taka end­an­lega ákvörðun um aðkomu kröfu­hafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóv­em­ber nk. Frest­ur­inn átti að renna út á morg­un.

Samn­ing­ar milli stjórn­valda og skila­nefnd­ar­inn­ar, sem und­ir­ritaðir voru 3. sept­em­ber sl. kveða á um að í síðasta lagi 31. októ­ber 2009 liggi fyr­ir ákvörðun skila­nefnd­ar­inn­ar um hvort Kaupþing eign­ist 87% hluta­fjár í Nýja Kaupþingi strax eða hvort Nýja Kaupþing verði áfram að fullu í eigu rík­is­ins, en Kaupþing ætti mögu­leika á að eign­ast allt að 90% hluta­fjár í bank­an­um á síðari stig­um.

Í til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu og skila­nefnd Kaupþings seg­ir, að það sé mat samn­ingsaðila að auk­inn tíma þuirfi til kost­gæfni­at­hug­un­ar áður en skila­nefnd­in tek­ur af­stöðu í mál­inu. Meðal ann­ars liggi  ekki fyr­ir end­an­leg­ar fjár­hags­upp­lýs­ing­ar fyr­ir árið 2008, né fyrstu níu mánuði árs­ins 2009. Þær upp­lýs­ing­ar hyggst Nýja Kaupþing af­henda inn­an tíðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK