Bandarísk stjórnvöld tóku í gærkvöldi yfir 9 bandaríska banka og hafa þá 115 bankar þar í landi orðið fórnarlömb fjármálakreppunnar á þessu ári.
Allir bankarnir níu voru undir hatti fjármálasamsteypunnar FBOP þar sem um 4000 manns starfa. Stærsti bankinn er California National Bank, sem er með höfuðstöðvar í Los Angeles og rekur 68 útibú í Kalíforníuu. Er þetta fjórða stærsta bankagjaldþrotið í Bandaríkjunum á þessu ári.
Það sem af er árunu nemur tap Cal National um 500 milljónum dala, jafnvirði 62 milljarða króna, m.a. vegna þess að bankinn átti töluvert af hlutabréfum í fasteignamarkaðssjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac, sem bandaríska alríkið þurfti að bjarga sl. haust. Við það urðu hlutabréf í sjóðunum nánast verðlaus.
Þá hefur bankinn einnig þurft að afskrifa fasteignalán, sem hann veitti í Kalíforníu en í því ríki hefur fasteignaverð lækkað einna mest.
BankinnU.S. Bancorp mun yfirtaka rekstur bankanna níu og stjórnvöld munu jafnframt taka til í rektri þeirra.