Ekki víst að við nýtum lánsheimildina

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Ljósmynd Golli

„Við munum nota það af lánunum sem við þurfum. Ég er ekki viss um að við þurfum á öllum þessum lánum að halda," sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar hann var spurður út í lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nágrannaríkjum okkar.

Már segir að við þurfum strax að taka talsvert fjármagn að láni, en það sé alls ekki víst að við notum alla lánsheimildina.

Hann sagðist hafa trú á að með fyrsta skrefi í átt til afnáms gjaldeyrishafta myndi gengi krónunnar styrkjast fremur en veikjast. Breytingar sem nú hefðu verið ákveðnar gætu hugsanlega auðveldað Seðlabankanum að kaupa gjaldeyri á næstunni. Bankinn hefði verið óvirkur á gjaldeyrismarkaði að undanförnu eftir að hafa verið nokkuð virkur í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK