MP skoðar málefni Røsjøs

Margeir Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður MP Banka.
Margeir Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður MP Banka.

MP banki skoðar nú hvort eitthvað sé á bak við fréttir norsks dagblaðs af athafnamanninum Endre Røsjø, að sögn Margeirs Péturssonar, stjórnarformanns bankans. Til stendur að Røsjø leggi MP banka til nýtt hlutafé og greiði fyrir það 1.400 milljónir króna. Eftir það verði hann næststærsti hluthafi bankans á eftir Margeiri.

Røsjø hefur kært dagblaðið Dagens Næringsliv (DN) til lögreglu fyrir umfjöllun þess um viðskipti hans og norska olíufyrirtækisins DNO. Fullyrðir blaðið jafnframt að Røsjø hafi bæði hótað blaðamanni sem og boðið honum háar fjárhæðir fyrir upplýsingar um heimildarmenn.

Fullyrðir norska blaðið að félag í eigu Røsjøs, Pinemont Securities, hafi haft milligöngu um greiðslur frá DNO til bandaríska erindrekans Peters Galbraiths. Segir jafnframt að DNO hafi greitt Galbraith fyrir að hafa auðveldað fyrirtækinu að fá olíusamninga við stjórnvöld í Kúrdahéruðum Íraks árið 2004.

Tengsl Røsjøs við norska olíufyrirtækið og forstjóra þess, Helga Eide, eru enn nánari samkvæmt frétt DN. Árið 2004 ákvað Eide að ráða Røsjø sem ráðgjafa. Skömmu síðar lánaði félag í eigu Røsjøs, Centennial AS, Eide fimm milljónir norskra króna, andvirði um 110 milljóna íslenskra króna á núvirði.

DN

Nánar er fjallað  um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK