MP skoðar málefni Røsjøs

Margeir Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður MP Banka.
Margeir Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður MP Banka.

MP banki skoðar nú hvort eitt­hvað sé á bak við frétt­ir norsks dag­blaðs af at­hafna­mann­in­um Endre Rø­sjø, að sögn Mar­geirs Pét­urs­son­ar, stjórn­ar­for­manns bank­ans. Til stend­ur að Rø­sjø leggi MP banka til nýtt hluta­fé og greiði fyr­ir það 1.400 millj­ón­ir króna. Eft­ir það verði hann næst­stærsti hlut­hafi bank­ans á eft­ir Mar­geiri.

Rø­sjø hef­ur kært dag­blaðið Dagens Nær­ingsliv (DN) til lög­reglu fyr­ir um­fjöll­un þess um viðskipti hans og norska olíu­fyr­ir­tæk­is­ins DNO. Full­yrðir blaðið jafn­framt að Rø­sjø hafi bæði hótað blaðamanni sem og boðið hon­um háar fjár­hæðir fyr­ir upp­lýs­ing­ar um heim­ild­ar­menn.

Full­yrðir norska blaðið að fé­lag í eigu Rø­sjøs, Pinemont Secu­rities, hafi haft milli­göngu um greiðslur frá DNO til banda­ríska er­ind­rek­ans Peters Gal­braiths. Seg­ir jafn­framt að DNO hafi greitt Gal­braith fyr­ir að hafa auðveldað fyr­ir­tæk­inu að fá olíu­samn­inga við stjórn­völd í Kúr­da­héruðum Íraks árið 2004.

Tengsl Rø­sjøs við norska olíu­fyr­ir­tækið og for­stjóra þess, Helga Eide, eru enn nán­ari sam­kvæmt frétt DN. Árið 2004 ákvað Eide að ráða Rø­sjø sem ráðgjafa. Skömmu síðar lánaði fé­lag í eigu Rø­sjøs, Centennial AS, Eide fimm millj­ón­ir norskra króna, and­virði um 110 millj­óna ís­lenskra króna á nú­v­irði.

DN

Nán­ar er fjallað  um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK