Tugmilljarða afskriftir?

Finn­ur Svein­björns­son, for­stjóri Nýja Kaupþings, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að eng­ar af­skrift­ir hafi enn átt sér stað á skuld­um 1998 ehf., eig­enda smá­vöru­versl­ana­keðjunn­ar Haga. Finn­ur játti því hvorki né neitaði að af­skrift­ir myndu mögu­lega eiga sér stað hjá 1998, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Í verklags­regl­um Nýja Kaupþings um úr­lausn­ir á skulda­vanda fyr­ir­tækja seg­ir, að áfram­hald­andi þátt­taka eig­enda og stjórn­enda bygg­ist á því að þeir njóti trausts og þyki mik­il­væg­ir fyr­ir framtíð fyr­ir­tæk­is­ins. Finn­ur seg­ir að inn­an bank­ans sé í einu og öllu farið eft­ir áður­nefnd­um verklags­regl­um. Jafn­framt seg­ir hann 1998 ekki njóta sérmeðferðar hjá Nýja Kaupþingi við úr­lausn sinna skulda­mála.

Skuld 1998 við Nýja Kaupþing nem­ur 48 millj­örðum króna, en skuld­in stofnaðist þegar 1998 keypti Haga af Baugi á síðasta ári. Hag­ar eru eina eign 1998, en Hag­ar skulduðu 22 millj­arða króna í lok ág­úst 2008 sé miðað við árs­hluta­upp­gjör frá þeim tíma. Hög­um var því vænt­an­lega ætlað að standa und­ir sín­um eig­in skuld­um sem og skuld­um 1998, en þær nema á átt­unda tug millj­arða.

Í áður­nefnd­um verklags­regl­um bank­ans seg­ir að skuld­ir fyr­ir­tækja séu ekki felld­ar niður eða þeim breytt í hluta­fé nema önn­ur úrræði séu full­reynd eða ekki tal­in lík­leg til ár­ang­urs.

Nán­ar er fjallað um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag og tjá sig þar bæði þing­menn og ráðherr­ar um það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK