Öllum stjórnarmönnum dótturfélaga Landic Property hefur verið vikið frá og bankar hafa yfirtekið stjórnirnar, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Dótturfélögin eru sex og sátu starfsmenn Landic áður í stjórnum þeirra.
Fasteignasafn Landic Property samanstendur af 120 fasteignum, samtals meira en 400 þúsund fermetrum af góðu verslunar- og skrifstofuhúsnæði á kjörsvæðum, einkum miðsvæðis í Reykjavík. Meðal eigna félagsins eru Kringlan og Hilton Reykjavík Nordica.
Landic Property skrifaði fyrr á árinu undir samning við NBI, Nýja Kaupþing, Íslandsbanka og Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu innlends fasteignasafns síns. Í kjölfarið tóku íslensku viðskiptabankarnir yfir stjórn félagsins.