Gullverð í nýjum hæðum

Verð á gulli náði nýjum hæðum í dag þegar únsan seldist á 1085,07 dali á markaði, jafnvirði 135.600 króna. Er þetta meðal annars rakið til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn seldi Indverjum mikið magn af gulli.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í gær að hann hefði selt Indlandi 200 tonn af gulli fyrir 6,7 milljarða dala til að styrkja fjárhagsstöðu sína. Hefði salan farið fram á tímabilinu 19.-30. október og meðalverðið hefði verið 1045 dalir únsan. Alls ætlar AGS að selja um 400 tonn af gullforða sínum.

Sérfræðingar segja, að gullsalan til Indlands sýni að ríkisstjórnir séu tilbúnar til að kaupa gull. Spurningin sé aðeins hverjir muni kaupa afganginn af gullinu sem AGS ætlar að selja, hugsanlega Kínverjar, Rússar eða jafnvel Indverjar aftur, en þeir eigi tiltölulega lítinn gullforða í hlutfalli við gjaldeyrisforða. 

Gull hefur hækkað jafnt og þétt í verði að undanförnu á sama tíma og gengi Bandaríkjadals hefur lækkað.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK