Nafn Actavis ekki nefnt

Nafn Actavis Group er ekki nefnt í endanlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensku efnahagsáætlunina. Þar kemur hins vegar fram, að eitt íslenskt fyrirtæki, sem starfi á alþjóðavettvangi, beri ábyrgð á rúmlega fimmtungi allra skulda íslenskra þjóðarbúsins, eða um 70% af vergri þjóðarframleiðslu.

Fram hefur komið, að Seðlabankinn gerði athugasemdir við upplýsingar sem birtust um Actavis í uppkasti að skýrslunni og þess vegna birtist hún ekki í gær eins og til stóð.

Í skýrslunni, eins og hún birtist í dag, segir að yfir 95% starfsmanna umrædds fyrirtækis starfi í útlöndum og álíka hlutverk tekna þess myndist þar. 

Gert sé ráð fyrir, að skuldir þessa fyrirtækis verði annaðhvort greiddar með erlendum eignum eða endurfjármagnaðar, þ.e. að búist sé við að fyrirtækið lækki skuldirnar.

Fjallað er um Actavis í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um greiðsluþol Íslands vegna erlendra skulda.

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrssjóðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK