SEB spáir styrkingu krónunnar

Afnám gjaldeyrishafta hér á landi á sér stað með hraðari hætti en búist var við. Þetta er mat sérfræðinga sænska bankans SEB en þeir telja að gengi krónunnar muni styrkjast þegar fram í sækir og þeir ráðleggja fjárfestum að selja krónur á aflandsmörkuðum miðað við núverandi gengi sem er í kringum 210 krónur gagnvart evru. 

Ennfremur sjá sérfræðingar SEB kauptækifæri í eignum hér á landi miðað við núverandi gengi og endurspeglar sú skoðun væntingar um styrkingu gengi krónunnar þegar fram í sækir. 

Sagt er frá greiningu SEB á vef Dow Jones-fréttaveitunnar. Í henni kemur frá sú skoðun að þar sem að samstarfsáætlun stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé aftur komin á rétta braut geti Seðlabanki Íslands tekist á við mögulegan söluþrýsting á krónuna vegna fjármagnsflótta erlendra fjárfesta. Þeir hafa sem kunnugt ekki getað selt eignir sínar í íslenskum krónum frá því að gjaldeyrishöftin voru sett á í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK