Skuldastaðan ekki jafn slæm og áður var talið

mbl.is

Skuldastaða Íslands er ekki jafn slæm og áður var talið, að því er segir í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland. Þar kemur fram að það skýrist meðal annars af því að frekari upplýsingar liggja nú fyrir en áður um hvaða áhrif hrun bankanna hafði á skuldastöðu bæði Íslendinga og kröfuhafa bankanna.

Jafnframt liggja fyrir nánari upplýsingar um skuldastöðu fyrirtækja.

Segir í skýrslu AGS að miklar skuldir Íslands séu að stórum hluta tilkomnar vegna láns sem tekið var var vegna Icesave-skuldbindinga. Hins vegar muni eignir Landsbankans að mestu duga fyrir þeim skuldbindingum. 

Fleiri atriði eru nefnd hvað varðar skuldastöðu Íslands, svo sem hvað muni  endurheimtast úr þrotabúum fyrirtækja sem eru gjaldþrota. En þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki jafn miklar og áður var talið þá er ljóst að skuldabyrði Íslands verður mikil á alþjóðlega vísu.

Skuldatryggingaálagið fer niður í 3% eftir fimm ár

Í skýrslunni er fjallað um skuldatryggingaálag íslenska ríkisins en það er mjög hátt um þessar mundir en muni lækka þegar ástandið batnar. Skuldatryggingaálagið er að meðaltali 900 punktar (9%) í ár en fer niður í 300 punkta (3%) árið 2014 sem er í takt við það sem áður hefur gerst í kreppum. Hins vegar munu stýrivextir ekki lækka jafn hratt.

Skuldatryggingaálag er álag ofan á grunnvexti skuldabréfs sem mælir hvað það kostar fjárfesta að kaupa vátryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfs geti staðið við skuldbindingar sínar.

Lífeyriskerfið jákvætt

Í mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaþoli Íslands er m.a. tekið fram, að íslenska lífeyrissjóðakerfið gegni lykilhlutverki þegar meta þurfi skuldaþol Íslands. Eignir lífeyrissjóðanna nemi yfir 100% af vergri landsframleiðslu sem sé einna hæsta hlutfallið innan OECD. Þá standi lífeyrissjóðirnir almennt vel. Þess vegna þurfi ekki gera ráð fyrir því að fjármagna þurfi framtíðar lífeyrisskuldbindingar með lántökum eins og fyrirsjáanlegt sé í mörgum löndum.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK