Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir, að verg landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á þessu ári og 2,1% á því næsta. Gerir spá AGS því ráð fyrir meiri samdrætti á næsta ári en fjármálaráðuneytið og OECD hafa gert í nýlegum spám.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 0,9% árið 2011, 2% árið 2012, 3% árið 2013 og 4% árið 2014.
Sjóðurinn gerir ráð fyrir að verðbóga lækki ört, úr 11,7% að jafnaði á þessu ári, í 4,4% á því næsta og síðan verði verðbólgan um 2,5% að jafnaði árin á eftir.
Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins