Áfram afgangur á vöruskiptum

Verðmæti útfluttra iðnaðarvara fór vaxandi í október.
Verðmæti útfluttra iðnaðarvara fór vaxandi í október.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam útflutningur tæpum 47 milljörðum króna í október og innflutningur 30,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 16,4 milljarða króna. Hefur nú verið afgangur af vöruskiptum við útlönd 14 mánuði í röð.

Hagstofan segir, að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra iðnaðarvara og minna verðmæti innflutts eldsneytis og hrá- og rekstrarvara í október miðað við september en í þeim mánuði voru vöruskiptin hagstæð um 3,1 milljarð króna.  

Fyrstu tíu mánuði ársins hefur því verið um 60 milljarða króna afgangur af vöruskiptum.  Í október í fyrra var vöruskiptajöfnuður í október hagstæður um 11,2 milljarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK