Fitch um Ísland: Ekkert þróað ríki með jafn veikburða fjármálakerfi

Samkvæmt flokkunarkerfi matsfyrirtækisins Fitch Ratings stendur ekkert fjármálakerfi þróaðra hagkerfa á veikari stoðum en það íslenska. Í nýrri skýrslu Fitch fær það einkunnina E. Fjármálakerfi Belgíu og Írlands fá einkunnina D. Fram kemur í skýrslunni að hefðbundin nýmarkaðsríki fái einkunnina C eða D en hinsvegar eru ríflega tíu í þeirra hópi með sömu einkunn og Ísland.

Skýrsla matsfyrirtækisins Fitch um kerfislæga áhættu í fjármálakerfum  kemur út tvisvar á ári. Fram kemur í fréttatilkynningu Fitch að staða Íslands hafi ekki breyst frá því í síðustu skýrslu og það sama gildir reyndar um flest önnur ríki. Einkunnargjöfin miðast við áhættuþróun í vísbendingar um stöðu mála í fjármálakerfi og fá flest þróuð hagkerfi einkunnina B eða C. Sérstaða Íslands annarsvegar og Belgíu og Írlands hinsvegar er því töluverð um þessar mundir.

Fram kemur í fréttatilkynningu Fitch að þrátt fyrir að mikil hætta sé enn til staðar megi finna merki um að stöðugleiki sé að færast yfir fjármálakerfi heimsins. Verulega hafi hægt á vexti útlána á þessu ári en samt sem áður er bent á að hlutfall stærðar fjármálakerfa gagnvart landsframleiðslu sé ennþá mjög há í mörgum tilfellum. Sérstaklega er bent á þetta hlutfall fari vaxandi á Íslandi og á Írlandi en ástæða þess er samdráttur í landsframleiðslu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK