Litlar breytingar urðu á hlutabréfavísitölum á Wall Street í kvöld eftir að bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0-0,25%. Var fátt sem kom á óvart þegar bankastjórnin kynnti horfur í peningamálum á næstunni.
Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,32% og er 9.803,19 stig en fyrr í dag hafði vísitalan hækkað talsvert meira. Nasdaq lækkaði um 0,12% og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 0,10%.