Enn botnlaust tap hjá bandarískum fasteignalánasjóðum

Höfuðstöðvar Fannie Mae í Washington.
Höfuðstöðvar Fannie Mae í Washington. Reuters

Bandaríski fasteignalánasjóðurinn Fannie Mae hefur óskað eftir því að fá 15 milljarða dala viðbótarframlag frá bandaríska ríkinu vegna mikils útlána- og rekstrartaps á þriðja fjórðungi ársins. Vanskil lántakenda fara stöðugt vaxandi og í lok október höfðu 4,7% viðskiptavina Fannie Mae ekki greitt þrjár eða fleiri afborganir.

Bandaríska ríkið yfirtók Fannie Mae og einnig fasteignalánasjóðinn Freddie Mac á síðasta ári þegar afleiðingar undirmálslánakreppunnar urðu sjóðunum um megn. Ljóst er að vandamál sjóðanna tveggja eru mun meiri en upphaflega var talið og hefur ríkissjóður Bandaríkjanna nú þurft að leggja þeim til 111 milljarða dala. 

Fannie Mae og Freddie Mac hafa verið mikilvægir milliliðir á bandarískum fasteignamarkaði og hafa keypt bankalán og selt þau áfram til fjárfesta. Sjóðirnir eiga eða tryggja nærri 31 milljón fasteignalána eða nærri helming allra fasteignalána í Bandaríkjunum.

Fyrirtækin tvö drógu úr veðkröfum sem gerðar voru til lántakenda þegar fasteignabólan var í hámarki og þurfa nú að taka afleiðingunum. Vanskil þeirra lánþega sem tóku svonefnd undirmálslán vaxa gríðarlega hratt og lánþegar sem taldir voru traustir hafa einnig lent í vanskilum í kjölfar vaxandi atvinnuleysis. 

Tap á rekstri Fannie Mae nam 19,7 milljörðum dala á þriðja ársfjórðungi. Inni í þeirri tölu er 883 afborganir sem sjóðurinn greiddi bandaríska fjármálaráðuneytinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK