Gengi krónunnar veiktist um 0,90%

Gengi krónunnar veiktist í dag
Gengi krónunnar veiktist í dag mbl.is/Árni Sæberg

Gengi krónunnar veiktist um 0,90% í dag og er gengisvísitalan 237,5 stig en fyrr í dag sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri að gengi krónunnar væri enn of lágt og það skýrði að mestu hvers vegna ekki hefur dregið meir úr verðbólgu og raun ber vitni. Bandaríkjadalur er 124,60 krónur, evran er 185,50 krónur, pundið er 206,88 krónur og danska krónan er 24,925 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.

Seðlabankinn tilkynnti í morgun að allir helstu vextir bankans yrðu lækkaðir. Er þetta fyrsta lækkun vaxta bankans síðan í júní síðastliðnum. Stýrivextir (þ.e. vextir á viku veðlánum) lækka úr 12% í 11%. Þá lækka innlánsvextir úr 9,5% í 9% og daglánavextir úr 14,5% í 13%. 

„Lækkun daglánavaxtanna felur í sér slökun á aðhaldi peningastefnunnar en á móti felst í breytingum á fyrirkomulagi innstæðubréfa aukning á peningalegu aðhaldi. Stýrivextir og daglánavextir skipta hins vegar litlu máli við núverandi aðstæður vegna þess hve mikið lausafé er í fjármálakerfinu. Í heild má því segja að slökun í peningalegu aðhaldi sé til muna minni en vaxtalækkunin sjálf gæti gefið til kynna," að því er fram kom í Morgunkorni Íslandsbanka í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK