Batamerki í ríkjum OECD

Bandaríska hagkerfið er að ná sér eftir djúpa efnahagslægð.
Bandaríska hagkerfið er að ná sér eftir djúpa efnahagslægð. Reuters

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir mælingar á leiðandi hagvaxtarvísitölu stofnunarinnar (Composite Leading Indicator) fyrir september gefa sterkar vísbendingar um hagvöxt á Ítalíu, í Frakklandi, Bretlandi og Kína. Þá eru merki um þenslu í Kanada og Þýskalandi, skv. bráðabirgðatölum.

Einnig kemur fram í skýrslu OECD að augljós batamerki sjáist í Bandaríkjunum, Japan auk annarra OECD-ríkja og annarra ríkja sem tilheyra ekki OECD.

Þrátt fyrir þenslumerki í nokkrum ríkjum þá segir í skýrslunni að það eigi að fara varlega í að túlka þessi merki. Búist sé við því að efnahgslífið muni komast á réttan kjöl

Leiðandi hagvaxtarvísitala OECD-ríkja hækkaði um 1,3 stig í september sl. og er 3,4 stigum hærri en hún var í september fyrir ári síðan.

Vístalan fyrir Bandaríkin hækkaði um 1,4 stig í september, sem er 1,4 stigum hærra en var á sama tíma árið 2008.

Í Evrópu hækkaði vísitalan um 1,4 stig og var 6,3 stigum hærri en í fyrra.

Í Japan hækkaði hún um 1,3 stig. Það er 0,7 stigum lægra en í september árið 2008.

Vísitalan fyrir Bretland hækkaði um 1,7 stig sem er 7 stigum hærra en fyrir ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK