Litlar sem engar breytingar urðu á lokagengi krónunnar í dag en fyrr í dag hafði gengi hennar veikst talsvert frá því í morgun. Skýringin á því að ekki urðu miklar breytingar á upphafs- og lokagildi eru kröftug inngrip Seðlabankans síðasta klukkutímann fyrir lokun gjaldeyrismarkaða.
Gengisvísitalan er 237,60 stig en hún fór yfir 240 stig í dag en það þýðir að krónan veikist að sama skapi.
Evran er 185,50 krónur, pundið 207 krónur, Bandaríkjadalur er 123,75 krónur og danska krónan er 24,93 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.