Gengisvísitalan komin yfir 240 stig

Krónan hefur veikst um rúmt eitt prósent í dag. Gengisvísitalan er nú 240,20 stig, sem er eitt veikasta gildi krónunnar frá því fyrir hrun.  Frá því í sumar hefur krónan verið að veikjast smátt og smátt. 

Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka eru ekki mikil viðskipti þarna á bak við, eða um ein og hálf milljón evra.

Evran kostar nú 187,40 kr. og Bandaríkjadalurinn 125,80 kr. 

Aðalskýringin á þessari veikingu er viðskiptahallinn við útlönd að sögn Íslandsbanka. Íslendingar séu almennt ekki með lánalínur nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til þess að fjármagna hallann. Til að koma til móts við hann verði að nýta fjármagnið sem komi frá AGS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK