Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings banka í Bretlandi, viðurkennir í viðtali við breska blaðið í Guardian að margar þeirra samkoma sem hann tók þátt í á sínum tíma líkist mest síðustu dögum Rómaveldis. Það hafi hinsvegar verið ríkjandi hugsunarháttur hjá Kaupþingi að vinna vel og beita hörku.
Ármann sendi nýverið frá sér bókina Ævintýraeyjan þar sem farið er yfir það þegar útrásin stóð sem hæst og síðustu dagana fyrir fall bankanna.
Kemur fram í viðtalinu að Ármann sé að stofna fyrirtæki ásamt félaga sínum, Örvari Kærnested, fyrrum framkvæmdastjóra fjárfestingasviðs FL Group, ráðgjafafyrirtæki í Lundúnum.