Ný 139 milljarða krafa

Glitnir í Lúxemborg.
Glitnir í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Á kröfu­hafa­fundi Glitn­is í gær var greint frá því að skulda­bréf upp á sam­tals 752 millj­ón­ir evra, eða sem nem­ur 139 millj­örðum króna, hefðu ekki verið bók­færð á skulda­hlið bank­ans þegar hann hrundi í fyrra. Til­kynn­ing­in kom kröfu­höf­um bank­ans í opna skjöldu.

Fram kom á fund­in­um að bréf­in hefðu verið gef­in út í tengsl­um við end­ur­hverf viðskipti og ekki seld á markaði. Skulda­bréf­in hafa þá vænt­an­lega verið lögð fram sem veð gegn aðgangi að lausa­fé.

Á fund­in­um neitaði Árni Tóm­as­son, formaður skila­nefnd­ar bank­ans, að svara spurn­ing­um um það hvort um væri að ræða for­gangs­kröfu eða al­menna kröfu, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Hvers eðlis kraf­an er get­ur haft mik­il áhrif á end­ur­heimt­ur á eign­um þrota­bús Glitn­is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK